*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 12. nóvember 2011 14:31

Juris eignarhaldsfélag hagnast um 81 milljón

Eigendur greiddu sér tæplega 63 milljónir króna í arð fyrir árið 2010.

Ritstjórn

Juris eignarhaldsfélag, sem rekur lögmannsstofuna Juris, hagnaðist um rúma 81 milljón króna samanborið við hagnað upp á tæpar 67 milljónir króna árið áður. Juris innheimtufélag, sem er 100% í eigu Juris, skilaði rúmum sjö milljónum í hagnað.

Eigið fé Juris nemur 93 milljónum króna og heildareignir nema 4,2 milljörðum króna. Eigendur greiddu sér tæplega 63 milljónir króna í arð fyrir árið 2010 samanborið við 33 milljóna króna arðgreiðslu árið áður.

Andri Árnason, Lárus Rafn Blöndal og Sigurbjörn Magnússon eiga tæp 32% hver í Juris eignarhaldsfélagi og Stefán A. Svensson á rúmlega 5% hlut.