Framkvæmdastjóri Just Eat, Jitse Groen, segir að hann myndi frekar vilja reka félagið þar sem starfsmenn fái hlunnindi og meiri starfsöryggi. Því er stefnt að starfsmenn félagsins í Evrópu verði launþegar.

Félagið er stærsti matvælasendill í heimi, utan Kína. Eins og er tíðkast að starfsmenn slíkra félaga taki að sér stök verkefni í stað fastráðningar. Með slíku fyrirkomulagi eru vinnutímar starfsmanna sveigjanlegri en starfsöryggi minna. Umfjöllun á vef BBC.

Sjá einnig: Grubhub snýr baki í Uber

Mikil aukning á matvælasendingum hefur orðið í kjölfar heimsfaraldursins en félagið sér um ríflega 580 þúsund sendingar á dag. Uber sá tækifæri til sóknar á þeim markaði nýlega, til að stækka rekstur Uber Eats, og bauð í Grubhub. Just Eat hafði betur og greiddi 7,3 milljarða dollara félagið.