*

miðvikudagur, 23. september 2020
Erlent 14. ágúst 2020 17:28

Just Eat vill launþega en ekki verktaka

Einn stærsti matvælasendill heims vill reiða sig á launþega í Evrópu og myndu starfsmenn því fá aukið starfsöryggi.

Ritstjórn
Just Eat keypti fyrr í sumar Grubhub og varð í kjölfarið stærsti matvælasendill heima, utan Kína.
epa

Framkvæmdastjóri Just Eat, Jitse Groen, segir að hann myndi frekar vilja reka félagið þar sem starfsmenn fái hlunnindi og meiri starfsöryggi. Því er stefnt að starfsmenn félagsins í Evrópu verði launþegar.

Félagið er stærsti matvælasendill í heimi, utan Kína. Eins og er tíðkast að starfsmenn slíkra félaga taki að sér stök verkefni í stað fastráðningar. Með slíku fyrirkomulagi eru vinnutímar starfsmanna sveigjanlegri en starfsöryggi minna. Umfjöllun á vef BBC.

Sjá einnig: Grubhub snýr baki í Uber

Mikil aukning á matvælasendingum hefur orðið í kjölfar heimsfaraldursins en félagið sér um ríflega 580 þúsund sendingar á dag. Uber sá tækifæri til sóknar á þeim markaði nýlega, til að stækka rekstur Uber Eats, og bauð í Grubhub. Just Eat hafði betur og greiddi 7,3 milljarða dollara félagið.

Stikkorð: Just Eat Uber Eat matvælasending