Svöngvarinn Justin Timberlake hefur keypt samfélagsvefinn Myspace í sameiningu við auglýsingatofuna Specific Media. Áður var Myspace í eigu fjölmiðlaveldisins News Corp. sem er í eigu Rupert Murdoch. Kaupverðið var 35 milljónir bandaríkjadala, rúmlega 4 milljarðar króna. Árið 2005 keypti News Corp. Myspace á 580 milljónir bandaríkjadala, rúmlega 66 milljarða króna miðað við núverandi gengi. Timberlake kaupir því Myspace á 6% af kaupverðinu 2005 . Þetta kemur fram á fréttavef Financial Times.

myspace
myspace
© AFP (AFP)
Talið er að Myspace tapi 500 milljónum bandaríkjadala á þessu reiknisári sem eru 57 milljarðar króna. Mikill niðurskurður hefur verið í fyrirtækinu og hefur starfsmönnum fækkað úr 1.400 í 400. Þá er talið að nú muni 200 manns í viðbót missa starf sitt. Einn af þeim sem hætta störfum eru Mike Jones, framkvæmdarstjóri Myspace.