Vélaþjónusta ÞK og vélaverkstæði Mótormax hafa sameinast. Í tilkynningu vegna sameiningarinnar segir að sameiningin sé mikill fengur fyrir Mótormax þar sem Þorlákur Guðbrandsson og Kristján Bragason, sem stofnuðu og ráku Vélaþjónustu ÞK, státi af áratuga reynslu við þjónustu og viðgerðir á vélsleðum, fjórhjólum og margs konar smávélum, frá jarðvegsþjöppum til utanborðsmótora.

MotorMax er ein stærsta verslun sinnar tegundar á Íslandi og býður meðal annars uppá vélsleða, fjórhjól, götuhjól, motocrosshjól, sæþotur, hraðbáta, utanborðsmótora og skyldar vörur fyrir þann sístækkandi hóp fólks sem stundar mótorsport. Þá býður MotorMax einnig upp á mikið úrval af hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum. Meðal helstu vörumerkja sem fást í verslun MotorMax að Kletthálsi 13 eru Yamaha, BRP, Dethleffs hjólhýsi, Starcraft fellihýsi og pallhýsi auk Camp-Let tjaldvagna svo eitthvað sé nefnt.