Frumkvöðlar að baki The Coolest Cooler , kælibox sem blandar drykki og spilar tónlist, hafa slegið met sem árangursríkasta söfnun í sögu Kickstarter.com, en vefsíðan býður fólki að fjármagna viðskiptahugmyndir einstaklinga og fyrirtækja. Hafa þeir nú safnað einum og hálfum milljarði króna á einungis 52 dögum.

Fyrra metið átti Pebble snjallúrið sem safnaði rúmum milljarði króna árið 2012.

Ryan Grepper, hönnuður kæliboxins, vinnur enn að því að klára hönnun vörunnar en líklegt er að hún verði komin á markað í febrúar 2015.