Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir það ekki rétt að vextir myndu lækka á Íslandi þótt evran yrði tekin upp. Vaxtamunur á milli Spánar og Grikklands annars vegar og Þýskalands hins vegar á millibankamarkaði sem síðan skilar sér til neytenda hafi t.d. hækkað mikið að undanförnu og því myndi slík röksemdafærsla koma Spánverjum spánskt fyrir sjónir.