Kaup fjárfestis á jörðinni Felli á austurbakka Jökulsárlóns eru að raungerast. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu . Enginn úr eigendahópi Fells kærði sölu sýslumanns á jörðinni. Frestur til þess rann út um helgina.

Þó liggur enn ekki fyrir hver nýtir forkaupsrétt á jörðinni. Frestur til þess að gera svo rennur út 10. janúar næstkomandi. Fögrusteinar, dótturfélag Thule Investments, er kaupandi jarðarinnar. Kaupin voru staðfest með greiðslu fjórðungs jarðarinnar. Kaupverðið er 1.520 milljónir króna.