Tveir kröfuhafar hjúkrunarheimilisins Eirar telja að fjórar fasteignir félagsins hafi
verið veðsettar Íbúðalánasjóði með ólögmætum hætti og vilja að viðkomandi veðskuldabréf verði afmáð úr þinglýsingarbók. Þinglýsingarstjóri hefur hafnað kröfunni og hafa kröfuhafarnir kært þá ákvörðun til Héraðs dóms Reykjavíkur.

Í kærunni, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum, segir að áður en hægt sé að veðsetja eignir Eirarþurfi að fá samþykki sýslumannsins á Sauðárkróki, en það hafi ekki verið gert. Því beri að afmá veðskuldabréfin úr þinglýsingarbók.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.