Fjármálaeftirlitið hefur kært til héraðssaksóknara að Morgunblaðið hafi búið yfir upplýsingum um að Borgun hafi fjarlægt rúmlega 200 milljónir króna af reikningi sínum í Sparisjóða Vestmannaeyja, og birt frétt þess efnis þann 31. mars á síðasta ári. Eftirlitið telur að lög um bankaleynd hafi verið brotin. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Fréttin var um úttektir á fjármunum úr Sparisjóði Vestmannaeyja vegna bágrar fjárhagsstöðu sjóðsins. Þar kom meðal annars fram að alls hefðu 700 milljónir verið teknar út úr sjóðnum, en þar af hefðu sakmkvæmt heimildum Morgunblaðsins verið 200 milljónir króna sem Borgun hf. hafi tekið af reikningum hjá sjóðnum.

Ólafur Þór Hauksson staðfestir það við Morgunblaðið að kæra hafi borist og segir að málið sé í hefðbundnu ferli hjá embættinu.