Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór hefur undanfarið haft í nógu að snúast því hundalagið góða, „Glaðasti hundur í heimi“, hefur verið að fá mikla athygli og svo hefur kappinn aðeins verið að reyna fyrir sér í sjónvarpi með fínum árangri.

Í bílablaðinu Bílar sem fylgdi með Viðskiptablaðinu í vikunni var tónlistarmaðurinn spurður nokkurra spurninga um bíla.

Hver er uppáhaldsbíllinn sem þú hefur ekið?

„Það er klárlega Toyota Yaris­ inn sem ég er á núna. Það er frábært að keyra hann, hann eyðir mjög litlu og svo er hann „hlaðinn aukabúnaði“. Við erum að tala um bakkmynda­ vél, bluetooth fyrir síma og músík og svo má ekki gleyma álfelgunum og vindskeiðinni. Frábær bíll,“ svarar Friðrik.

Hvað hlustarðu helst á í bílnum?

„Eftir að ég fékk Yarisinn hlusta ég helst á tónlistina sem ég er með á símanum. Kærastan kemur þar sterk inn sem „co­driver“ og DJ.“

Nánar má lesa um málið í blaðinu Bílar sem fylgdi Viðskiptablaðinu í vikunni. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .