*

mánudagur, 8. mars 2021
Innlent 21. janúar 2021 13:11

Kærðir fyrir að taka sér opinbert vald

Lögregla rannsakar mál þar sem tveir einstaklingar þóttust vera eftirlitsmenn frá Matvælastofnun og létu loka hundagæslu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á því að tveir einstaklingar mættu á hundagæslu og þóst vera eftirlitsmenn frá Matvælastofnun, settu út á starfsemi hundagæslunnar fóru fram á að henni yrði lokað.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun, er lögð áhersla á að ekkert eftirlit hafi farið fram af af hálfu stofnunarinnar á hundagæslunni. 

Matvælastofnun bendir einnig á að í 116. gr. almennra hegningarlaga segi að hver sá sem tekur sér opinbert vald sem hann ekki hefur, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári eða, ef miklar sakir eru, allt að tveimur árum.