Félagið Frigus II kærði ákvörðun Lindarhvols, sem hélt utan um eignir sem féll ríkinu í skaut með stöðugleikaframlögum föllnu bankanna, að semja við lögmannsstofu Steinars Þórs Guðgeirssonar, Íslög ehf., um ráðgjöf og daglegan rekstur Lindarhvols.

Frigus II er í eigu Sigurðar Valtýssonar, fyrrverandi forstjóra Exista, og bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem kenndir eru við Bakkavör. Kærunni var vísað frá þann 18. júní þar sem kærufrestur var liðinn.