Fjárfestar þykja ekki fullkomlega sannfærðir um að mannaskipti í Ítalíu og Grikklandi. Hlutabréfavísitölu sem höfðu hækkað nokkuð á evrópskum hlutabréfum í morgun tóku hæga sveigju niður á við eftir því sem á leið daginn og er nú svo komið að vísitölurnar eru komnar í mínus.

Netmiðillinn Marketwatch bendir á að skuldir ítalska ríkisins nema tæpum 120% af landsframleiðslu. Aðeins Grikkland skuldar meira. Álag á skuldabréf ríkisins til 10 ára rufu 7% múrinn til skamms tíma í síðustu viku. Fjárfestar urðu uggandi þegar það gerðist enda var álag á skuldir Portúgala, Grikkja og Íra í svípuðum hæðum þegar ríkisstjórnir landanna leituðu neyðaraðstoðar hjá ESB.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú lækkað um 0,62%, DAX-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 1,09% og CAC 40-vísitialan í Frakklandi lækkað um 1,55%

Þá eru hlutabréfamarkaðir að opna í Bandaríkjunum og er svipaða sögu að segja þaðan. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur reyndar hækkað um 0,07% á sama tíma og Nasdaq- og S&P-vísitölurnar hafa lækkað.