Moskva ku vera dýrust borga

BBC segir frá könnun þar sem kostnaður við borgarlíf var athugaður. Skoðuð voru atriði eins og húsaleiguverð, eldsneyti og kostnaður við að fara út að borða.

Borið var saman verð á 200 hlutum í 143 borgum.

Hátt verð í Mosku er m.a. rakið til afstöðu rúblunnar gagnvart Bandaríkjadal.

Kaffiverð Mosvkuborgar þykir sérstaklega standa uppúr en kaffibolli á kaffihúsi kostar þar c.a. 844,58 íslenskar krónur.

Tokyo er í öðru sæti listans og hefur hækkað sig um tvö sæti frá því í fyrra. London er svo í þriðja  og Ósló í því fjórða. Þrjár ódýrustu borgirnar eru hins vegar Karachi í Pakistan, Quito í Ekvador og Asuncion í Paragvæ, sem er ódýrasta borg heims sjötta árið í röð.

Veiking Bandaríkjadals að undanförnu hefur gert það að verkum að listinn yfir dýrustu borgir heims hefur tekið gagngerum breytingum frá fyrri árum. Nú hafa borgir í A-Evrópu, Brasilíu og Indlandi náð inn á topp tuttugu listann.