Howard Schultz, forstjóri alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar Starbucks, hefur boðað miklar fjárfestingar sem miða að því að endurbæta kaffihús keðjunnar og fríðindi starfsmanna.

Áætlar forstjórinn að hundruð milljónir dala verði eyrnamerktar endurbótum á kaffihúsum og er markmiðið að bæta þjónustu við viðskiptavini og koma í veg fyrir mikla starfsmannaveltu.

Deilur við verkalýðsfélög starfsmanna og starfsmannaskortur hefur bitnað á rekstri félagsins undanfarið en með þessu vonast forstjórinn til að snúa gæfunni félagsins því í vil.