Kaffitár hagnaðist um 86,4 milljónir króna á síðasta ári að því er fram kemur í ársreikningi félagsins fyrir árið 2013. Það er ríflega 11,5 milljónum króna meiri hagnaður en árið 2012. Eigið fé félagsins jókst um 66 milljónir króna og var bókfært eigið fé í lok árs 377.7 milljónir. Skuldir félagsins jukust um ríflega 51 milljón á árinu.

Tveir eigendur eru að Kaffitári, Aðalheiður Héðinsdóttir og Eiríkur Hilmarsson, sem hvort um sig á helmingshlut. Aðalheiður er einnig framkvæmdastjóri. 93,3 stöðugildi voru að meðaltali hjá fyrirtækinu í fyrra.