Heildsalinn Kaja organic ehf. hefur kært fyrrverandi stjórnendur Lifandi markaðar fyrir fjársvik og blekkingar. Fyrirtækið fylgir þar með í fóspor heildsölunnar Innness ehf. Fjallað eru málið í Fréttablaðinu í dag.

Í lok júlí bárust fréttir af því að heildsalan Innness ehf. hefði ákveðið að kæra stjórn Lifandi markaðar vegna viðskipta sem Lifandi markaður átti eftir að hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Stjórnendum Lifandi markaðar er gefið að sök að hafa stundað viðskipti og stofnað til skulda við heildsölurnar, meðvitaðir um að geta ekki staðið við skuldbindingar vegna fjárhagsstöðu fyrirtækisins.

Kaja Organic ehf. gerir jafnframt kröfu um endurgreiðslu á fyrri skuld fyrirtækisins og hljóðar krafa heildsölunnar upp á 900 þúsund krónur í þrotabú Lifandi markaðar.