Benchmark Capital sem á 13% hlut í Uber hefur ákært Travis Kalanick fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins. Hann er sakaður um að hafa með ólögmætum hætti reynt að koma einstaklingum inn í stjórn fyrirtækisins sem voru honum hliðhollir. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Er Kalanick einnig sakaður um að hafa með þessu reynt að greiða götuna fyrir því að hann gæti sest aftur í forstjórastólinn. Kalanick sagði upp störfum í júní eftir að öldu hneykslismála hjá Uber. Í júlí mun Kalanick hafa sagt við vini sína að hann væri að "gera hlutina eins og Steve Jobs".

Er það tilvísun í þegar Steve Jobs var látinn fara frá Apple áðið 1985 en sneri aftur til fyrirtækisins rúmum áratug seinna.