Hagnaður fasteignaþróunarfélagsins Kaldalóns á fyrstu níu mánuðum ársins nam 72,3 milljónum króna. Heildareignir félagsins námu 5,2 milljörðum króna og skuldir félagsins voru tæplega 1,2 milljarðar króna. Eigið fé félagsins var 4,06 milljarðar króna í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall Kaldalóns var því 77,8%. Félagið greinir er frá þessu í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Hlutafé félagsins var aukið um tæpar 800 milljónir króna á tímabilinu. Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í lok sumar þá voru hlutabréf félagsins tekin til viðskipta á First North markaðinn. Þá var á tímabilinu ráðinn nýr framkvæmdastjóri, Jónas Þór Þorvaldsson.

Kaldalón á 50% hlut í steypustöðinni Steinsteypunni og í tilkynningunni segir að rekstur hennar hafi gengið vel á tímabilinu og umtalsverður vöxtur orðið í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir almennan samdrátt í steypusölu.