*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 20. ágúst 2021 17:14

Kaldalón setur Steinsteypuna á sölu

Í tilkynningu frá félaginu segir að ákvörðunin sé liður í að auka vægi tekjuberandi fasteigna í starfsemi þess.

Ritstjórn
Jón Þór Gunnarsson er forstjóri Kaldalóns.
Eyþór Árnason

Stjórn Kaldalóns hefur ákveðið að setja helmingshlut félagsins í Steinsteypunni ehf. í formlegt söluferli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til kauphallarinnar. Þar kemur enn fremur fram að fyrirtækjaráðgjöf Arion banka muni verða seljandanum innan handar í ferlinu. 

„Ákvörðunin er liður í þeirri yfirlýstu stefnu Kaldalóns að auka vægi tekjuberandi fasteigna í starfsemi félagsins,“ segir í tilkynningunni. 

Kaldalón er skráð á First North markaðinn en hyggur á skráningu á aðalmarkað á næsta ári. Það sem af er ári hefur gengi bréfa félagsins hækkað um 45% og 79,4% á síðustu tólf mánuðum. Við lokun markaða í dag var gengi hlutarins í 1,77 krónum en hæst fór það í 1,95 fyrir tíu dögum síðan.