Hífandi rok og rigning var á Álftanesi fyrir hádegi í dag þegar ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur héldu sinn síðasta ríkisráðsfund.

Komu þangað hver á fætur öðrum til að sitja sinn síðasta fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum. Ráðherrarnir snæddu jafnframt hádegisverð með forsetanum.

Ný ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar kom til Bessastaða kl. 15 og verður þar haldinn fyrsti ríkisráðsfundur hennar.

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Viðskiptablaðsins, var á staðnum og fangaði augnablikin þegar ráðherrarnir stigu út úr bílum sínum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Steingrímur j. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, rennir í hlað á Bessastöðum á Volvonum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Steingrímur lét ekki rokið á sig fá.

Ögmundur Jónasson kemur til Bessastaða.
Ögmundur Jónasson kemur til Bessastaða.
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Ekkert beit á Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra þegar hann kom til Bessastaða.

Engu er líkara en að veðrahamurinn á Álfanesi hafi komið Katrínu Jakobsdóttur, fráfarandi menntamálaráðherra í opna skjöldu.
Engu er líkara en að veðrahamurinn á Álfanesi hafi komið Katrínu Jakobsdóttur, fráfarandi menntamálaráðherra í opna skjöldu.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Veðurhamurinn á Álfanesi virðist ekki hafa komið Katrínu Jakobsdóttur, fráfarandi menntamálaráðherra, í opna skjöldu.

Fréttamenn létu ekki rokið aftra sér frá því að bíða eftir ráðherrunum fyrir utan Bessastaði til að ná af þeim tali.
Fréttamenn létu ekki rokið aftra sér frá því að bíða eftir ráðherrunum fyrir utan Bessastaði til að ná af þeim tali.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fréttamenn létu ekki rokið aftra sér frá því að bíða eftir ráðherrunum fyrir utan Bessastaði til að ná af þeim tali.

Össur Skarphéðinsson, sem lætur senn Gunnar Braga Sveinsson fá lyklana að utanríkisráðuneytinu, stóð af sér vindinn við Bessastaði.
Össur Skarphéðinsson, sem lætur senn Gunnar Braga Sveinsson fá lyklana að utanríkisráðuneytinu, stóð af sér vindinn við Bessastaði.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Össur Skarphéðinsson, sem lætur senn Gunnar Braga Sveinsson fá lyklana að utanríkisráðuneytinu og BMW-inum, stóð af sér vindinn við Bessastaði.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra gengur á ríkisstjórnarfund.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra gengur á ríkisstjórnarfund.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra gengur á ríkisstjórnarfund.

Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, notaði handtösku sína til varnar veðri og vindum.
Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, notaði handtösku sína til varnar veðri og vindum.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, beit á jaxlinn og notaði handtösku sína til varnar veðri og vindum.

Það er engu líkara en Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ætli sér að hlaupa á undan kuldabola inn á Bessastaði.
Það er engu líkara en Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ætli sér að hlaupa á undan kuldabola inn á Bessastaði.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Það er engu líkara en Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hafi ætlað sér að hlaupa undan kuldabola inn á Bessastaði.

Jóhanna Sigurðardóttir fékk regnhlíf til varnar veðri og vindum þegar hún kom til síðasta fundar ríkisstjórnarinnar á Bessastöðum.
Jóhanna Sigurðardóttir fékk regnhlíf til varnar veðri og vindum þegar hún kom til síðasta fundar ríkisstjórnarinnar á Bessastöðum.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Jóhanna Sigurðardóttir fékk regnhlíf til varnar veðri og vindum þegar hún kom til síðasta fundar ríkisstjórnarinnar á Bessastöðum.

Ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir síðasta fundi sínum með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta.
Ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir síðasta fundi sínum með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir síðasta fundi sínum með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta.