Kaldbakur og minni hluthafar í REM Offshore hyggjast áfrýja niðurstöðu undirréttar í Noregi um að uppskipting á eignum REM hefði verið lögmæt.

Undirkröfuréttur í Noregi hefur hafnað kröfu Kaldbaks, dótturfélags Samherja, og annarra minnihlutaeigenda í norska útgerðarfélaginu REM Offshore ASA um að ráðandi hluthöfum hafi verið óheimilt að skipta eignum sín á milli. Kaldbakur og Olympic Ship voru jafnframt dæmd til að REM allan sakarkostnað. Íslenska félagið heldur utan um tveggja milljarða eignarhlut í norska fyrirtækinu sem rekur þjónustuskip fyrir olíuiðnaðinn.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að í fyrsta sinn hafi veirð tekist á um lögmæti þessarar skiptingar. „Niðurstaðan er eins og við bjuggumst við. Við förum með þetta á hærra dómstig þar sem fleiri dómarar munu taka afstöðu til málsins, en aðeins einn dómari dæmdi í þessu máli. Annars erum við alveg rólegir yfir þessari stöðu,“ segir hann.

-Nánar í VIðskiptablaðinu