Kaldbakur ehf., fjárfestingafélag í eigu útgerðafélagsins Samherja, skilaði 225,7 milljóna króna hagnaði í fyrra. Árið 2012 hagnaðist félagið um 496,4 milljónir.

Eigur félagsins nema tæpum 8 milljörðum, eða 7.983 milljónum króna. Það er nokkru meira en fyrra ár, þegar eignirnar námu 7.832 milljónum. Eigið fé var í árslok 2013, 1.436 milljónir borið saman við 1.392 milljónir árið 2012. Skuldir voru 6.546 milljónir borið saman við 6.439 milljónir ári fyrr.

Kaldbakur seldi eignarhlut fyrir 2.697 milljónir árið 2013. Um var að ræða hlut í REM Offshore, sem er norskt sjávarútvegsfyrirtæki.

Kaldbakur er móðurfélag Ice Fresh Seafood ehf. og Marin Kapital AS og var bókfært virði eignarhlutanna 2.637 milljónir í árslok 2013. Þá á Kaldbakur 43,8% hlut í SF III slhf. og var bókfært virði eignarhlutans 1.052 milljónir

Enginn arður var greiddur í fyrra.