Fylkisstjóri Kaliforníufylkis Bandaríkjanna, Gavin Newsom, gaf út tilskipun í gær með það fyrir augum að sölu nýrra jarðefnaeldsneytisbíla verði hætt fyrir árið 2035. Wall Street Journal segir frá .

Yfir helmingur kolefnamengunar í fylkinu á rætur sínar að rekja til samgangna, að sögn fylkisstjórans. Kalifornía er stærsti bílamarkaður Bandaríkjanna, en yfir 11% léttra farartækja voru skráð þar í fyrra.

Fylkið er það fyrsta innan Bandaríkjanna til að setja sér slíkt markmið, en á alþjóðavísu hafa 15 lönd gert hið sama. Ríkisstjórn Donalds Trump gagnrýndi áformin og sagði þau „enn eitt dæmið um hversu ýkt öfgavinstrið er orðið“.

Newsom hefur lagt áherslu á þátt loftslagsbreytinga í miklum skógareldum sem geisað hafa í fylkinu nýverið.