Kaliforníufylki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að selja 24 opinberar skrifstofubyggingar fyrir 2,3 milljarða dala.

Um einn milljarður dala af söluandvirði verður notaður til að greiða af skuldabréfum sem hvíla ríkinu vegna bygginganna. Kaupendur eru einkaaðilar, fjárfestingarfélag frá Texas og eignarhaldsfélagið Orange County samkvæmt frétt CNBC fréttamiðils.

Þar segir að óvíst sé hvort ávinningur skattgreiðenda verði mikill en Kaliforníuríki undir stjórn fylkisstjórans Arnold Schwarzenegger hyggst gera leigusamning við kaupendur til 20 ára. Hefur sumum reiknast út að það muni kosta fylkið yfir 5 milljarða dala. Það er meira en tvöföld söluupphæð.