CNBC greindi nýlega frá því að bændasamtök í Bandaríkjunum hefðu reiknað út hvað þakkargjörðarkvöldmatur hefði hækkað mikið í verði frá árinu á undan og var niðurstaðan sú að matseðillinn er nú 13% dýrari en í fyrra. Kostnaður við tíu manna máltíð með kalkúni og hefðbundnu meðlæti er nú 49,2 dalir, en var í fyrra 43,5 dalir.

Tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum mældist 2,1% í október, en aðferðafræðin við útreikning á verðbólgu í Bandaríkjunum hefur verið gagnrýnd, m.a. vegna þess að matvælaverð er ekki tekið með í reikninginn. Segja þeir að reynsla almennings í Bandaríkjunum sé ekki í samræmi við opinberar tölur um hækkanir á neysluverðsvísitölu. Matvælaverðsvísitalan hækkaði um 4,7% á síðustu tólf mánuðum og neysluverðsvísitala með mat og orku hækkaði um 3,5%