Nýsjálenska söngdrottningin Kiri Te Kanawa flutti einsöng á styrktartónleikum FL Group og Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðastliðinn föstudag undir yfirskriftinni "Lífið kallar". Garðar Thór Cortes söng einnig á tónleikunum, en ágóði miðasölunnar rann óskertur til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans.

Á efnisskrá tónleikana voru verk eftir Verdi, Puccini, Britten og Webber, en hljómsveitarstjóri var Alistair Dawes. Jón Sigurðsson, nýskipaður forstjóri FL Group, flutti ávarp við upphaf tónleikanna, og komst svo að orði um stuðning fyrirtækisins við BUGL: "Inntak verkefnisins er fjölskyldan, tengsl og lífsgleðin sem verndandi öryggisnet."