*

sunnudagur, 5. desember 2021
Erlent 24. október 2018 17:45

Kalla eftir aukinni persónuvernd

Facebook og Apple kölluðu í dag eftir hertum reglum um persónuvernd í Bandaríkjunum, að evrópskri fyrirmynd.

Ritstjórn
Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, flutti ávarp um mikilvægi þess að bandarískur almenningur nyti sömu verndar og Evrópubúar í Brussel í dag.

Tæknirisarnir Facebook og Apple mæltust til þess í dag að Bandaríkjastjórn tæki upp hertar persónuverndarreglur að fyrirmynd Evrópusambandsins. Yfirlýsingarnar ganga þvert á áhyggjur yfirvalda þar í landi af áhrifum íþyngjandi regluverks sambandsins á bandarísk fyrirtæki. Financial Times greinir frá.

Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, og Erin Egan, yfirmaður persónuverndar hjá Facebook, fluttu sitthvort ávarpið í Brussel. Þrátt fyrir það töluðu þeir einni röddu um mikilvægi þess að bandarískur almenningur nyti sömu verndar og Evrópubúar.

Hinar nýju evrópsku persónuverndarreglur, GDPR (General Data Protection Regulation), sem þýða mætti sem Almennar Gagnaverndarreglur, sem tóku gildi í maí, eru einhverjar þær ströngustu í heiminum, og veita Evrópubúum víðtæk réttindi gagnvart gagnasöfnun um þá af hálfu fyrirtækja.

Stikkorð: Apple Facebook Tim Cook GDPR