Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kallaði bankastjóra Íslandsbanka og Landsbankans, þau Birnu Einarsdóttur og Steinþór Pálsson, á sinn fund í gær.

Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins var haft eftir Jóhönnu að hún hefði lýst yfir óánægju sinni með töf bankanna á því að endurreikna þau gengislán sem nú hafa verið dæmd ólögleg.

Þá kom fram i fréttinni að til stæði að kalla Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, á fund forsætisráðherra eftir helgi.

Aðeins var rætt við Jóhönnu í frétt RÚV og ekki kom frekar fram hvað var rætt á fundinum.