Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kallað fjölmiðlafólk ítrekað á fund í stjórnarráðinu til að ræða neikvæða umfjöllun fjölmiðla um Framsóknarflokkinn og ríkisstjórnina. Stundin fjallar um fundina í nýjasta tölublaði sínu.

Meðal fjölmiðlamanna sem kallaðir voru á slikan fund má nefna Kristínu Þorsteinsdóttur, aðalritstjóri 365, Sigurjón M. Egilsson og Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri. Páll hefur einnig staðfest fréttina í samtali við RÚV.

Í frétt Stundarinnar kemur fram að Sigurjón M. Egilsson hafi á þeim tíma sem hann var kallaður á fundinn verið fréttastjóri 365 miðla. Hann hætti tveimur mánuðum síðar í því starfi og hættir bráðlega með þátt sinn Sprengisand á Bylgjunni og tekur til starfa sem ritstjóri Hringbrautar.

Sigurjón sagði í pistli í Sprengisandi nýverið að á fundinum hefði verið búið að greina skrif hans og að það væri niðurstaða margra stjórnarþingmanna að hann gerði Sigmundi og ríkisstjórn hans „...erfitt fyrir og væri til trafala.“