*

laugardagur, 23. október 2021
Innlent 16. júlí 2021 14:40

Kallar eftir hertari aðgerðum

Sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir hertari aðgerðum á landamærum í kjölfar aukins fjölda smita hér á landi af Delta afbrigðinu.

Ritstjórn
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir hertari aðgerðum á landamærum í kjölfar aukins fjölda smita hér á landi. Mbl greinir frá.

Þórólfur ætlar að senda ráðherra minnisblað fljótlega þar sem óskað verður eftir því að krefja alla ferðamenn, óháð bólusetningu, um neikvætt PCR-próf. Þá verður einnig óskað eftir því að íslendingar verði skimaðir á landamærunum en flest smitin sem eru að dreifast innanlands koma frá Íslendingum sem ferðast hafa erlendis. 

Skimunum á bólusettum ferðamönnum var hætt 1. júlí. Sjö smit greindust innanlands í gær, fjögur hjá einstaklingum utan sóttkvíar. Allir þeir sem smituðust voru bólusettir. Flest smitin innanlands eru af Delta afbrigði veirunnar en virkni bólusetninga gagnvart afbrigðinu er minni gegn afbrigðinu.