*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 17. febrúar 2017 15:04

Kallar eftir sviptingu rekstrarleyfis

Landsamband veiðifélaga segir að svipting rekstrarleyfis hljóti að blasa við eftir gríðarlega umfangsmikla slysasleppingu úr sjókví.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Landssamband veiðifélaga (LV) telur einhlítt að það sem þeir segja sé gríðarlega umfangsmikil slysaslepping úr sjókví á Vestfjörðum, sem átta mánuði tók fyrir viðkomandi fyrirtæki að viðurkenna, leiði til þess að viðkomandi rekstraraðili verði sviptur rekstrarleyfi.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga segjast þér fyrst hafa fengið upplýsingar um að verulegt magn af regnbogasilungi væri á sveimi í sjó á Vestfjörðum 13. júní í sumar.

„Ábendingu um það var komið á framfæri við eftirlitsaðila. Ekkert fyrirtæki kannaðist þá við að hafa misst fisk." segir í tilkynningunni.

„Síðan þá hefur regnbogi veiðst í fjölda vatnsfalla á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi. LV hefur margoft haft samband við eftirlitsstofnanir, óskað eftir opinberri rannsókn og kært málið til lögreglu. Átta mánuðum seinna er viðurkennt að það sé gat á kví.

LV telur að hátterni þetta sé skýrt lögbrot sem eðlilegt sé að lögregla rannsaki til hlítar og vísað verði til ákæruvaldsins. Landssambandið telur þetta brot svo alvarlegt að það hljóti að leiða til sviftingar rekstrarleyfis.

Slysasleppingin í Dýrafirði er önnur meiriháttar slysasleppingin sem viðurkennt er að orðið hafi undangengið ár. Ljóst er að tugþúsundir eldisfiska hafa sloppið og hluti þeirra hafa gengið upp í ár víða á landinu.

Regnbogi er ekki náttúrulegur fiskur í þessum vatnakerfum og keppir þar við villtan fisk um fæðu og svæði og veldur þannig tjóni á lífríkinu.

Þá er ljóst að fyrirtækin sem nú eru flest að stórum hluta í eigu norskra stórfyrirtækja hyggjast skipta regnboga í eldinu út fyrir frjóan norskan eldislax.

Slysasleppingar sem þessar verða því villtum stofnum laxa margfalt hættulegri á komandi árum þegar hætta á erfðamengun bætist við.

Eldisfiskur sem gengur í ár veldur ekki bara erfðamengun heldur getur hann einnig borið sjúkdóma í villta stofna laxfiska. Þess vegna er vert að nefna að í haust kom upp nýrnaveiki í laxi í sjókvíum í Dýrafirði.

Við þær aðstæður er enn meiri ástæða fyrir eldisaðila að tryggja að ekki sleppi fiskur úr búrum en regnbogi er þekktur smitberi nýrnaveiki.

Hvað þá að úr búrunum leki fiskur í stórfelldum mæli í 8 mánuði. Slíkt er tilræði við íslenska náttúru."

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is