Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi í gær frá ákvörðun sinni um að hækka vexti bankans um eina prósentu. Stýrivextir bankans hækkuðu því úr 6,5% í 7,5%. Í yfirlýsingu nefndarinnar kemur fram að verðbólguþrýstingur haldi áfram að aukast og verðhækkanir nái til æ fleiri þátta. Verðbólga mælist nú 10,2% og undirliggjandi verðbólga sé 7,2%. „Verðbólguvæntingar til lengri tíma eru enn vel yfir markmiði og raunvextir bankans hafa lækkað frá síðasta fundi nefndarinnar. Útlit er fyrir að verðbólga verði meiri á næstunni en spáð var í febrúar þótt hægt hafi á húsnæðismarkaði,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði