Sjálfstæðisflokkurinn treystir þjóðinni ekki til að taka rétta ákvörðun eftir hún fær að kjósa um það hvort hún vilji gerast meðlimur í Evrópusambandi eður ei, að mati Helga Magnússonar, formanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna og stjórnarmanns í Marel. Hann skrifar um aðildarviðræður stjórnvalda við Evrópusambandið (ESB) í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.  Í greininni sakar hann forystu Sjálfstæðisflokksins m.a. um að aðhyllast einangrunarstefnu. Þá segir hann andstæðinga aðildar Íslands að ESB hafa verið fyrirferðamikla á síðasta landsfundi flokksins.

„[Þeir] höfðu sitt fram ekki síst vegna þess að núverandi forysta flokksins er veik og ráðvillt og hefur ekki burði til að leiða stefnumótun flokksins inn á farsælar brautir. Fyrir það mun flokkurinn gjalda í komandi kosningum,“ skrifar Helgi. Máli sínu til stuðnings hefur hann grein sína á orðum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 1969 þegar deilt var um aðild Íslands að EFTA. Þá, að mati Helga áttu stjórnarflokkarnir þá, Sjálfstæðisflokkurinn og reyndar Alþýðuflokkur líka, öfluga leiðtoga sem þorðu að taka ákvarðanir og vinna þeim brautargengi innan flokka sinna og meðal

„Rökin sem þarna voru færð fram árið 1969 vegna EFTA-aðildar eru enn í fullu gildi vegna afstöðu til ESB,“ skrifar Helgi.

Grímulaus forsjárhyggja í forystunni

Hann heldur áfram:

„Ef menn trúa því að kjósendur fari sér að voða í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB þá er það ekkert annað en grímulaus  forsjárhyggja og hún er Sjálfstæðisflokknum ekki samboðin og fellur ekki að grunnstefnu hans. Ég hef þá trú á sjálfstæðisfólki almennt að því líki ekki við eingangrunartilburði og gamladags hræðsluáróður. Rétt kjörnir forystu menn flokksins hljóta að sjá þetta en þá virðist skorta kjark og þor til að standa gegn háværum öfgaöflum.“