*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 16. maí 2016 14:02

Kallar gagnrýni FA samsæriskenningu

Einn stærsti svínakjötsframleiðandi landsins á einnig 70% ESB-tollkvóta. Fulltrúi fyrirtækisins hafnar alfarið gagnrýni Félags atvinnurekenda.

Ólafur Heiðar Helgason

Mata fékk úthlutað 70% af tollkvóta á svínakjöti frá Evrópusambandinu á þessu ári. Á meðal systurfyrirtækja Mötu er Síld og fiskur hf., sem er stærsti svínakjötsframleiðandi landsins og hefur næstum því helmingshlutdeild á svínakjötsmarkaðnum. Félag atvinnurekenda hefur gagnrýnt þetta og sagt fyrirtækið vera í aðstöðu til að hafa áhrif á verð.

Mata og Síld og fiskur eru bæði í eigu Langasjávar ehf. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Langasjávar, segist ekki skilja gagnrýni Félags atvinnurekenda í ljósi þeirra gagna sem liggja fyrir. „Við vorum ekki þeir sem buðum hæst þarna, þannig að ég skil ekki að við skulum vera dregnir svona út sem einhverjir sérstakir aðilar til að hafa áhrif á verð til hækkunar,“ segir hann og bendir á að Hagar séu stærsti eigandi tollkvóta fyrir alifuglakjöt.

„Ef við hefðum ætlað að hafa einhver áhrif, hefðum við þá ekki líka tekið stóran hluta af alifuglakjötinu? Ég veit það ekki. Þetta er ákveðin samsæriskenning sem ég held að gögn málsins styðji ekki,“ segir Gunnar.

Hann hafnar því alfarið að tilgangur þess að Mata bauð í kvótann sé að halda uppi verði á framleiðslu Langasjávar. „Okkur finnst það vera meiðandi, tilhæfulausar og órökstuddar fullyrðingar hjá heildsölunum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is