Háttsettur embættismaður sádí-arabíska ríkisins kallar lágt olíuverð gjöf til heimsins . Verðþróun á olíu boðar mögulega þrengingar í fjárhagsáætlunum Sádí-Arabíu.

„Viljum við að olíuverð haldist í 50 dölum á tunnu? Alls ekki. Það væri okkur í hag ef verðið hækkaði í 70, jafnvel 80 bandaríkjadali á tunnu,“ sagði Ali Al Mansoori, formaður hagþróunarstofnunar sádí-arabíska ríkisins.

Hráolía er nú verðlögð á 48 dali eða 6.200 krónur hver tunna. Fyrir ári síðan var verð á tunnu nær 95 bandaríkjadölum, eða 12.200 krónum. Verðið hefur hrunið m.a. vegna mikillar aukningar á framleiðslu setlagaolíu í Bandaríkjunum, á meðan eftirspurn hefur dalað.

Þessi mikla verðlækkun skapar erfiðleika fyrir ríki eins og Sádí-Arabíu sem reiða sig mjög á hátt olíuverð til að geta staðið við fjárhagsáætlanir.

Neytendur njóta þó heldur góðs af lækkandi olíuverði. Lítraverð á 95 oktan olíu á Íslandi er nú 196kr/L, en það hefur lækkað úr 225kr/L yfir síðustu fjóra mánuði.