Karl Steingrímsson, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina Pelsinn, var ásamt þrotabúinu Vindasúlum dæmdur í Hæstarétti í dag til að greiða Arion banka tæpa eina milljón króna sem stóð út af á yfirdrætti á tékkareikningi félagsins. Yfirdrátturinn stóð í rúmum 24,5 milljónum króna en borgaðar voru 23,5 milljónir inn á hann í janúar árið 2011. Ofan á milljónina var Karl dæmdur til að greiða 800 þúsund í málskostnað.

Málið snerist um yfirdrátt sem félagið Kirkjuhvoll (sem síðar var að Vindasúlum) fékk hjá Búnaðarbankanum árið 1998 upp á 30 milljónir króna. Árið 2007 tók Karl á sig sjálfskuldarábyrgð vegna yfirdráttarheimildarinnar til fjögurra ára. Þegar heimildin féll niður í ágúst árið 2009 stóð skuldin í rúmum 24,5 milljónum króna. Eins og áður sagði var greitt inn á skuldina.

Deilan fyrir dómstólum fjallaði svo um það hvort krafa Arion banka á hendur félaginu og Karli hafi verið efnd með skuldajöfnuði af innstæðu á bankareikningi sem félagið hafði sett bankanum að handveði.  Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að samkvæmt orðalagi handveðssamninga hafi Eignarhaldsfélagið Vindasúlur, sem nú er farið í þrot, ekki haft ráðstöfunarrétt og það því ekki getað ákveðið einhliða hvernig því yrði ráðstafað.

Dómur Hæstaréttar