Meðalvinnutími karla er rúmir 46 tímar á viku en konur vinna tæpa 36 tíma. Þetta kom fram á ráðstefnunni Virkjum karla og konur sem fram fór 10. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Einnig kom fram að karlar eru tveir þriðju hlutar starfsmanna á almennum vinnumarkaði en konur einn þriðji.  Karlar vinna líka lengur en þeir skila 71% vinnustunda á almennum vinnumarkaði en konur 29%. Hjá hinu opinbera eru konur þrír fjórðu hlutar starfsmanna en karlar fjórðungur. Þar skila konur skila tveimur þriðju hluta vinnustunda en karlar þriðjungi.

Ráðstefnan var haldin til að fylgja eftir og kynna samstarfssamning samtaka í atvinnulífinu frá 15. maí 2009  um að aukna fjölbreytni í forystusveit atvinnulífsins til loka ársins 2013 þannig að hlutur hvors kyns verði ekki undir 40%.

Viðskiptablaðið fylgdist með og birtir hér myndir af fólki sem sótti ráðstefnuna.