Hagnaður Kampavínsfjelagsins & co. nam rúmum 5 milljónum árið 2021, sem er 190% aukning á milli ára. Velta félagsins nam tæpum 54 milljónum króna samanborið við 13,5 milljónir árið áður.

Eigið fé félagsins jókst um tæpar 5 milljónir á milli ára og nam 7,2 milljónum króna í lok árs. Þá námu skuldir félagsins 9,6 milljónum króna.

Eigandi og stjórnarformaður Kampavínsfjelagsins er Stefán Einar Stefánsson. Tilgangur félagsins er bókaútgáfa, fræðslustarfsemi og heildverslun með drykkjarvörur.

Stefán Einar Stefánsson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)