Kampavínssala hér á landi gæti náð nýjum hæðum samkvæmt frétt á vef rúv . Það sem af er ári hefur selst um 4.592 lítrar af kampavíni en það er um 265 lítrum meira en seldist á sama tíma í góðærinu árið 2007. Haldi þessi þróun áfram stefnir í nýtt sölumet.

Sérfræðingar hafa bent á að þessi aukna sala bendi til þess að fólk sé jákvæðara gagnvart auknum hagvexti. Eftir efnahagshrunið árið 2008 hrundu sölutölurnar á kampavíni.

Líklegt þykir að íbúafjölgun og aukin hluti ferðamanna skýri þessa söluaukningu að einhverju leyti.