Kanada var eitt sinn í öðru sæti á lista yfir fjölda heimsókna ferðamanna. En í lok áttunda áratugarins fóru vinsældir landsins í þeim geira að dala.

Í dag, þegar ferðamenn hafa aldrei verið fleiri í heiminum, er Kanada aðeins í 18. sæti á eftir löndum eins og Úkraínu og Sádí-Arabíu. Og það sem meira er, erlendum ferðamönnum til Kanada hefur fækkað um 20% síðan 2000. Ferðabækur hafa meira að segja tekið Kanada út úr nýrri útgáfum, svo óvinsælt er landið orðið.

Rannsókn á vegum Deloitte Kanada sýnir að fleiri ferðamenn hafa jákvæð áhrif á útflutning landsins. Og þar kemur einnig fram að Kanada sé virt land og þjóð á meðal þjóða en ferðamenn nenni ekki að heimsækja landið.

Ástæðurnar eru nokkrar og ein þeirra er sú að ferðamannaiðnaðurinn hefur ekki verið í forgangi í landinu í áraraðir, hvorki hjá stjórnvöldum né í einkageiranum. CNN fjallar nánar um mál Kanada og ferðamannaiðnaðarins hér.