Allar helstu vísi­tölur og hluta­bréf í Banda­ríkjunum tóku högg í gær eftir ó­vænta stýri­vaxta­hækkun Seðla­bankans í Kanada.

Flug S&P 500 vísi­tölunnar, sem hefur hækkað um 12% það sem af er ári, stöðvaðist og lækkaði vísi­talan um 0,4% í gær. Nas­daq fór niður um 1,3% á meðan Dow Jones vísi­talan hækkaði einungis um 0,3%.

S&P 500 vísi­talan hefur verið að gæla við bola­markað síðustu vikur (20% hækkun yfir tveggja mánaða eða lengra tíma­bil).

Eftir höggið í gær þurfa fjár­festar hins vegar að bíða eitt­hvað lengur eftir bolamarkaðnum.

Greiningar­aðilar hjá JPMorgan Chase hafa hins vegar varað við því að lesa of mikið í hækkunina á S&P 500, þar sem örfá stór tækni­fyrir­tæki virðast vera ýta vísitölunni upp, fremur en markaðurinn í heild.

Seðla­banki Kanada hækkað stýri­vexti um 25 punkta í 4,75. Stýri­vextir í Kanada hafa ekki verið hærri í 22 ár.

Seðla­bankinn sagði að sterkur efna­hagur, öflugur vinnu­markaður og aukin neysla væri að koma í veg fyrir bankinn næði verð­bólgu­mark­miði sínu, sem er 2%.

Þrátt fyrir þetta hækkuðu hluta­bréf Mar­at­hon Oil, sem rekur olíu­hreinsunar­stöðvar, sem fór upp um 4,9%.

Tesla hækkaði síðan um 1,5% og er það níundi dagurinn í röð af hækkunum hjá bíla­fram­leiðandanum en það hefur ekki gerst síðan 2021.