*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Erlent 21. júní 2018 15:26

Kanada lögleiðir marijúana

Lögleiðingin, sem var eitt af kosningaloforðum Justin Trudeau, mun taka gildi þann 17. október á þessu ári.

Ritstjórn
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
european pressphoto agency

Kanada varð í vikunni annað land í heiminum til þess að lögleiða marijúana á landsvísu, en kanadíska þingið samþykkti lögleiðinguna í fyrradag. Eitt af kosningaloforðum Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fyrir kosningar þar í landi árið 2015, var að lögleiða marijúana. Lögleiðingin mun taka gildi þann 17. október á þessu ári.

Kanada bætist þar með í fámennan hóp landa sem hafa tekið þetta skref, en Úrúgvæ lögleiddi marijúana árið 2013. 

Trudeau greindi frá því í gegnum Twitter síðastliðinn þriðjudag að það hafi verið of auðvelt fyrir kanadísk börn að kaupa marijúana og um leið glæpamenn að græða á sölu þess. Þessi löggjöf muni breyta þessari þróun.

Löggjöfin gerir ráð fyrir 18 ára aldurstakmarki og sala á marijúana til fólks undir þeim aldri er refsiverð. 

Hlutabréf marijúana framleiðenda hækkuðu talsvert strax morguninn eftir þessar fréttir. Til marks um það þá hækkaði kanadíska marijúana vísitalan um 3,3%, en þessi vísitala mælir gengi hlutabréfa allra marijúana fyrirtækja sem skráð eru á markað í Kanada.

Lögleiðing marijúana er einnig talin hafa jákvæð áhrif til framtíðar á kanadískt efnahagslíf, en The Canadian Bank og Commerce, sem er einn stærsti bankinn í Kanada, telur að marijúanaiðnaðurinn muni verða orðinn 6,5 milljarða dollara virði árið 2020.    

Stikkorð: Kanada marijúana Justin Trudeau