Kanadíska fyrirtækið Sun Country Highway vill koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla á Íslandi. Forstjóri fyrirtækisins segir að stefna íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum hafi ýtt undir áhuga þess á Íslandi.

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Gísla Gíslasyni, framkvæmdastjóra Even og rafbílasala, sem hefur átt í samstarfi við Sun Country Highway, að óvíst sé hversu margar rafhleðslustöðvar yrðu reistar hér á landi, hvort þær yrðu hundrað eða þrjú hundruð.

Gísli segir að það þurfi að koma þessari þjónustu upp í um hundrað bæjum. Slíkt verkefni væri þó ekki mjög flókið og stjórnvöld þyrftu ekki að koma að málinu.