Viðskiptafulltrúi Íslands í Norður-Ameríku, í samstarfi við Íslandsstofu og sendiráð Íslands í Kanada, munu þann 7. mars næstkomandi standa fyrir kaupstefnu í Toronto í Kanada. Þar verður um 150-200 kanadískum kaupendum boðið að ræða við íslenska seljendur, sem flestir eru tengdir sjávarútvegsútflutningi.

Daginn eftir, föstudaginn 8. mars, breytist Toronto í heilsársáfangastað Icelandair.

„Þetta snýst í stuttu máli um að koma kaupendum á sjávarafurðum frá Kanada í samband við íslenska aðila,“ segir Hlynur Guðjónsson, ræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í New York, í samtali við Viðskiptablaðið, en hann hefur ásamt fleirum séð um undirbúning kaupstefnunnar. Um er að ræða svokallað „table tent show“ þar sem hvert fyrirtæki er með eigið borð og kynningarefni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.