Heimsmarkaðsverð á gulli hélt áfram að ná næstu hæðum í gær á meðan verð á olíu var rétt undir metinu sem sett var á miðvikudag, en þá náði heimsmarkaðsverðið hundrað bandaríkjadölum í fyrsta sinn í sögunni.

Gullið fór í 868 dali á únsuna og hefur aldrei verið hærra. Það fór yfir 861 dal á miðvikudag en síðast náði góðmálmurinn slíkum hæðum árið 1980 þegar heimsmarkaðsverðið var í 850 dölum. Ástæðu hækkunar á gulli má meðal annars rekja til ótta við undirliggjandi verðbólguþrýsting í alþjóðahagkerfinu og veikingu bandaríkjadals.

Nánar er fjallað um verð á gulli og olíu í helgarblaði Viðskiptablaðsins.