*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Fólk 13. nóvember 2016 18:02

Kann að meta Ísland

Karítas Diðriksdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi en hún er nýflutt til Íslands.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Mig langaði mikið að vera áfram í tískugeiranum og var því iglo+indi efst í huganum sem er það fyrirtæki sem mig langaði mest að vinna hjá,“ segir Karítas og lýsir fyrirtækinu sem íslensku tískufyrirtæki á heimsmælikvarða.

,,Við erum með tvær stórar línur á ári, það er haust- og vetrarlínu og vor- og sumarlínu, auk smærri lína inn á milli. Vörurnar eru framleiddar í Portúgal og eru að 80% úr lífrænni bómull, svo þetta eru sérlega góðar vörur og svo finnst mér þær einnig rosalega flottar.“

Karítas hefur í raun búið mjög lítinn hluta af ævi sinni á Íslandi.

,,Ég ólst upp í Lúxemborg, útskrifaðist þar úr menntaskóla 18 ára, og þá ákvað ég að koma til Íslands. Ég hafði einnig sótt um skóla í Bretlandi, en svo hugsaði ég að ef ég færi ekki til Íslands þá færi ég bara aldrei aftur heim en mig langaði að prófa það,“ segir Karítas sem flutti ein heim til Íslands, en foreldrar hennar búa enn úti í Lúxemborg.

,,Það var ekki auðvelt í byrjun en ég átti góðar vinkonur frá því að ég bjó hér þegar ég var yngri og svo á ég rosalega stóra og góða fjölskyldu sem tók á móti mér. Ég fékk að búa hjá sinn hvorri ömmu minni þegar ég var í háskólanum. Móðuramma mín er að vestan og er hún ein af fyrirmyndum mínum í lífinu, en hún og tvíburasystir hennar eru algerir töffarar.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is