Norrænu ríkin eru sammála um að kanna aðgengi að áhættufjármagni fyrir sprotafyrirtæki. Könnunin er liður í sameiginlegum aðgerðum sem eiga að styrkja samkeppnishæfni og aðlögunarfærni norrænna fyrirtækja en það er ein af þremur megináherslum norrænu ráðherranefndarinnar. Idar Kreutzer sem er framkvæmdastjóri Finans Norge hefur verið ráðinn til þess að leiða verkefnið.

Úttektin á að draga upp mynd af þörfum og möguleikum norrænnar fjármögnunarleiðar fyrir fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum starfsemi þeirra.

Haft er eftir Idar Kreutzer, sem leiðir verkefnið að Norðurlöndin séu síkvikt svæði með góðar forsendur til þess að skapa vermæti og störf í heimi þar sem á sér stað stafræn þróun og umskipti með loftslagsvænni tækni. Skilvirkur fjármálamarkaður og aðgangur að áhættufjármagni á fyrstu stigum sé nauðsynleg forsenda þess að nýsköpun geti orðið að störfum í fyrirtækjum í vexti. Því sé afar gleðilegt að Norræna ráðherranefndin og ríkisstjórnir norrænu ríkjanna óski eftir nánari úttekt á þessum aðstæðum.

Sigurður Ingi Jóhannsson er samstarfsráðherra Norðurlandanna fyrir Íslands hönd.