Samráðshópur á vegum velferðarráðuneytisins kannar nú hvort unnt sé að leigja íbúðir í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana út á markaði í gegnum fasteignafélög. Umræddar stofnanir eiga um tvö þúsund íbúðir. Fréttablaðið greinir frá þessu og hefur eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, formanni hópsins, að flestir séu sammála um að efla þurfi almennan leigumarkað. „Lífeyrissjóðirnir eru opnir fyrir þessu. En þeirra fjárfestingar verða eðlilega að skila lágmarksarðsemi,“ segir Sigríður.

Jafnframt segir hún öflugan leigumarkað geta haft jákvæð áhrif víða í þjóðfélaginu. Stýrihópurinn mun skila tillögum sínum 1. apríl nk.